Fræðslu- og menningarmálanefnd
2. fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar
haldinn í Ásgarði þ. 25.10.2006 kl.11.00.
Mættir eru: Aðalheiður, Steinunn og Sigurbjörg
1. Erindisbréf er í vinnslu og stefnt er að að drög að erindisbréfi verði tilbúin fyrir næsta fund.
2. Samþykkt að vinna að því að fá fund með Unni V. Ingólfsdóttur forstöðumanni fjölskyldusviðs í Mosfellsbæ til samninga um ráð-gjafaþjónustu og verklagsreglur félagsmála.
3. Stefnt er að því að fá Jóhönnu Hreinsdóttur fulltrúa Kjósarhrepps í foreldraráði í Klébergsskóla á fund nefndarinnar.
4. Samþykkt að hafa samband við ÍTR og kanna samstarf ÍTR og Kjósarhrepps.
5. Samþykkt að nefndin hitti bókverju; Önnu Björgu Sveinsdóttur á næsta fundi nefndarinnar.
6. Samþykkt að beina því til sveitarstjórnar að atburðadagatal verði gert virkt á heimasíðu Kjósarhrepps.
Fundi slitið kl. 12.45
Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir