Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

422. fundur 11. október 2012 kl. 16:05 - 16:05 Eldri-fundur

Fræðslu og menningarmálanefnd, fundur  nr . 7

Dags: 10.10.2012

 

FUNDARGERÐ

 

07. fundur Fræðslu og menningarmálanefndar Kjósarhrepps haldinn miðvikudaginn 10. Október 2012 kl 20.00 í Ásgarði.

 

Mættar: Rebekka Kristjánsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Anna Björg Sveinsdóttir (Anna Björg  til vara fyrir Sigurbjörgu Ólafsd sem átti ekki tök á að mæta)

 

1.       Setning fundar.

 

2.       Akstur skólabíls í félagsmiðstöð:

 

 Nefndin telur ekki skynsamlegt að skólabíll aki í félagsmiðstöð 1x-2x í viku með 1-2 börn í hverri ferð þar sem fram hefur komið  hve fá börnin eru . Nefndin leggur til að framkvæmdarstjóri  verði í sambandi við foreldra barna sem áhuga hafa á að sækja í félagsmiðstöð og ath hvort foreldrar hafi áhuga á að keyra börn sín sjálf,  best ef þau sameini ferðir og skiptist á að keyra gegn akstursstyrki frá hreppnum að hluta.

 

3.       Bókasafn Kjósarhrepps

Nefndin leggur til að opnun bókasafns hreppsins verði hálfsmánaðarlega og boðið verði upp á kaffi og meðþví í von um að það stuðli að því að fólk setjist niður og spjalli,  teljum að opnunin ætti að vera að kvöldi til í miðri viku  frá kl 20-22. Ýmsar hugmyndir komu fram  um uppákomur á bókasafnskvöldum og telur nefndin hæfilegt að vera með 5-6 uppákomur yfir veturinn, hugmyndir af uppákomum eru  t.d eftirfarandi:

Kynning á tálgun – fræðsla og leiðbeiningar

Prjónakynning  - t.d. frá Ístex þar sem prjónaflíkur úr nýjustu bók Ístex verða til sýnis

Upplestur úr nýjum bókum / amk 1x í desember

Spilakvöld / t.d. félagsvist þar sem spilað er til verðlauna

Fræðsluerindi um matargerð / mataræði

Fræðsla um ostagerð

Prjónakaffi

 

Önnur mál:

Hugmynd frá nefndin um að ef fólk hafi áhuga geti það skráð sig á póstlista á heimasíðu hreppsins  þar sem meðlimir geti síðar fengið sendan póst  t.d.  til að minna á viðburði  eða annað sem er að gerast og á erindi til sveitunga.  Stutt og gagnorð skilaboð til þeirra sem það kjósa.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.30

Fundaritari var Rebekka Kristjánsdóttir

Rebekka Kristjánsdóttir

Rósa Guðný Þórsdóttir

Anna Björg Sveinsdóttir