Fræðslu- og menningarmálanefnd
Fræðslu og menningarmálanefndarfundur haldinn að Stekkjarhól 09.07.2012
6. Fundur
Mættar eru Rebekka Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Rósa Þórsdóttir
1. Skóla-akstur / farið var yfir fjölda barna á grunnskólaaldri í hreppnum en þau eru eins og staðan er í dag aðeins 14-16. Þar sem útrunninn er samningur v/ skóla-aksturs teljum við ráðlegast að fela framkvæmdarstjóra hreppsins að endurnýja samning við fyrrverandi bílstjóra með hliðsjón af samningum sem nágrannasveitarfélög okkar gera. Í ljósi þess hve mikil fækkun á börnun á grunnskólaaldri er í hreppnum teljum við að skólaakstur ætti að verða tiltölulega hagstæðari hreppnum nætkomandi vetur en síðastliðinn vetur. Fari sem horfir eru t.d engin börn í Laxárdalnum sem tækju rútuna og ekki þyrfti að fara inn að Káranesbæjunum.
2. Akstur v / félagsstarf – Nefndin leggur til að akstur í félagsmiðstöðina verði einu sinni í viku,báðar leiðir á vegum sveitarfélagsins og leitað verði sem hagstæðastra samninga, en þó af áður kannaðri þátt-töku nemenda.
3. Ferðastyrkur framhaldsskólanema / nefndin telur rétt að ferðastyrkur megi gjarnan hækka um amk 5.000 pr önn.
4. Frístundarstyrkur / nefndin telur að frístundarstyrkur eigi að vera óbreyttur fyrir næsta skólaár.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 21.30
Fundaritari var Sigurbjörg Ólafsdóttir