Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

295. fundur 24. nóvember 2009 kl. 15:13 - 15:13 Eldri-fundur

                 Menningar-fræðslu og félagsmálanefnd.fundur no.29.

Mætt eru Aðalheiður B.Enarsdóttir Sigurbjörg Ólafsdóttir og Ragnar Gunnarsson.

29.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldin í Ásgarði 24/11 kl.20.00.

1).Verklagssamningur við Mosfellsbæ.

Formaður nefndar Birna leggur fram breytingu á verklagsreglum og upplýsingum um framkvæmd samninga frá 19 mars 2007.  Breytingar samþykktar.

2).Viðmiðunarreglur Kjósarhrepps um styrk til ferðaþjónustu fatlaðra.

Drög lögð fram fyrir félagsmálanefnd til skoðunar.

3).Félagskvöld í Ásgarði.

Nefndin fjallaði um tilraunaverkefnið, og telur verkefnið fara nokkuð vel af stað.

4).Bókasafn. 

 Nefndin vill ítreka bókun no.1. frá 27.fundi nefndarinnar,þar sem mótuð var stefna

um safnið og leggur áherslu á að fengin verði manneskja með sérþekkingu til að vera okkur innanhandar við að yfirfara safnið.  Nefndin telur ekki eftir sér að aðstoða við sjálfan flutninginn milli hæða.

5).Styrkir 2010.

 Formaður nefndar leggur til að styrkir hækki um 10% og vísar þá til forsemda

frá Hagstofu Íslands um vísitölu neysluverðs.Tillagan samþykkt.

6).Fundur með lögreglustjóra.

Birna Enarsdóttir og Ragnar Gunnarsson sátu fund með Lögreglustjóra og Hreppsnefnd Kjósarhrepps fyrir hönd félagsmálanefndar í byrjun Nóvember.Var farið yfir það senm þar bar á góma.

7).Önnur mál.

Nefndin vill lýsa ánægju sinni með drifkraft íbúanna,s.b. aðfangamarkaður og jólatréskemmtun.

  Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl.22.00.

   Fundarritari Ragnar Gunnarsson.