Fræðslu- og menningarmálanefnd
Menningar-fræðslu og félagsmálanefnd,fundur nr.28.
28.fundur Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldin í Ásgarði 28/9 2009.Kl. 20.00.
Mættir eru Aðalheiður B. Einarsdóttir,Sigurbjörg Ólafsdóttir og Ragnar Gunnarsson.
1).Félagsstarf:Gönguferðir;
Rætt um áætlaðar gönguferðir sem nefndin áhvað að fara í sumar.Fyrri ferðin var farin 14 júní og mættu 10 manns á öllum aldri.Seinni ferðin féll niður vegna óviðráðanlegra orsaka.
2).Félagsmiðstöð -Akstur;
Nefndin leggur til að akstur í félagsmiðstöðina Flógyn,verði einu sinni í viku,báðar leiðir ,á vegum sveitarfélagsins og leitað verði sem hagstæðastra samninga.
Nefndin telur æskilegt að þessi akstur sé á höndum eins aðila,ekki margra.
3).Leiksvæði-Róló erindi frá íbúum.Afgreiðsla hreppsnefndar.:
Nefndin tekur undir sjónarmið hreppsnefndar,um aðstöðu við Ásgarð,sem fellur vel að umhverfinu þar.Og vill nefndin benda á náttúrulegan leikvöll umhverfis Ásgarð,þar sem hægt er að brjótast út úr stöðluðu formi leikvalla.
4).Félagsþjónusta Mosfellsbæjar:
Formaður nefndarinnar Birna Einarsd. fór á fund með fulltrúum félagsmálasviðs Mosfellsbæjar þann 23.Sept. 2009.
Fært í trúnaðarbók.
5).Opið hús:
Nefndin leggur til að opið hús verði þrisvar sinnum fyrir jól með c.a. hálfsmánaðar millibili.frá 20.00 til 22.00.
Ráðin verði starfsmaður til að opna og loka húsinu og fylgjast með starfseminni þessi umræddu kvöld.Ýmsar uppástungur voru reifaðar um tómstundir.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl.23.30.
Fundarritari Ragnar Gunnarsson.