Fræðslu- og menningarmálanefnd
27.funduMenningar- fræðslu- og félagsmálanefndar haldin þriðjudaginn 28.maí 2009 í Ásgarði.
1. Bókasafn. Nefndin leggur til að við flutning bókasafsins á neðri hæð Ásgarðs, verði farið yfir bókakost þess. Þeim bókum sem ástæða þykir til að verðveita áfram verði síðan komið fyrir á neðri hæð hússins eins og best þykir. Nefndin leggur einnig til að safnið verði „opið safn“ aðgengilegt þeim sem starfa og heimsækja Ásgarð. Áfram verði fólki gefin kostur á að fá lánaðar bækur eins og verið hefur, en þær bækur sem eru taldar sérstakar verði geymdar í læstum glerskáp og aðeins hægt að fá þær lánaðar til aflestrar á staðnum.
Nefndin leggur til að á haustmánuðum verði tekið upp „opið hús“ og muni þá starfsemi bókasafnsins falla að þeirri starfsemi.
2. Kjósarkrúttin. Formaður hafði samband við foreldara og spurðist fyrir hvernig gengi með foreldrastundir á þriðjudögum. Var gott hljóð í foreldrum og komu nokkrar ábendingar til hreppsins, varðandi leikföng, leikvöll , og teppið á gólfinu.
Nefndin leggur til að gólfteppið á stofunni á efri hæð Ásgarðs verði tekið af.
3. Gönguferði: Nefndin ákveður að standa fyrir tveim gönguferðum í sumar,
14.júní kl. 14 fjöruferð ,gengið frá Félagsgarði og að Laxvogi grillað við Félagsgarð.
26.júlí kl. 13 Gíslagata , kaffi í Ásgarði á eftir.
Leitað verður samþykki landareigenda áður en í göngurnar verður farið.
Nefndin mun sjá um framkvæmd gönguferðanna en leggur til að hreppurinn leggi til veitingar .
4. Afmæli Klébergsskóla
Lagt er til að Kjósarheppur færi Klébergsskóla gjöf í til efni að 80 ára afmæli.
Ragnar Gunnarsson
Birna Einarsdóttir
Sigurbjörg Ólafsdóttir