Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

270. fundur 06. maí 2009 kl. 13:32 - 13:32 Eldri-fundur

26.fundur. Menningar- fræðslu- og félagsmálanefndar haldin í Ásgarði 6.maí 2009.

 

            Félagsstarf.

 

1.     Foreldrastundir.

Auglýstur fundur með foreldrum og börnum undir grunnskólaaldri, mættu 5 foreldrar og 5 börn ásamt , nefndarmönnum Birnu og Sigurbjörgu, einnig sat oddviti fundinn.

Farið yfir hvað sveitarfélagið gæti boðið fram , til að þessi hópur gæti haft samastað fyrir fastar samverustundir. Ákveðið var að foreldrastundir yrðu á þriðjudögum í Ásgarði kl. 10,30 fyrsta skipptið 12.maí n.k. hefði hópurinn aðstöðu í skólastofu á efri hæð til að byrja með.  Sett verður auglýsing inn á kjos.is.

 

2.     Félagstarf Kjósverja.

Auglýstur fundur til að kanna áhuga á félagsstarfi með áherslu á aldursflokkinn 50+

8.sátu fundinn.  Farið yfir hugmyndir um hvernig mætti efla félagsstarfið í sveitarfélaginu. Ákveðið  var að byrja í september með „opið hús“  einu sinni í viku í Ásgarði og binda það ekki við neitt sérstakann aldursflokk.  Ákveðið að standa fyrir tveimur gönguferðum í sumar og mun nefndin skipuleggja  og auglýsa  þær.

 

 

Birna Einarsdóttir

Sigurbjörg Ólafsdóttir

Ragnar Gunnarsson