Fræðslu- og menningarmálanefnd
21. fundurMenningar- fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 20.oktober 2008 kl.10.00
Mættir eru: Steinunn Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Aðalheiður Birna Einarsdóttir
1. Farið yfir stöðu efnahagsmála. Nefndin leggur til að send verði út dreifibréf og kynnt vel þjónusta Kjósarhrepps við íbúa hreppsins. Nefndin leggur til að hreppsnefnd standi vörð um grunnþjónustu og velferð íbúa hreppsins.
2. Nefndin leggur til að sveitarfélagið standi fyrir samstöðukaffi fyrir íbúa hreppsins þann 8. nóvember.
3. Nefndin ákveður að standa fyrir fundi þar sem allir þeir sem stóðu að „Kátt í Kjós“ komi saman til að bera saman bækur sínar. Ákveðið að fundurinn verði haldinn þann 17. Nóvember kl 20.30 í Ásgarði.
4. Rætt um aðstöðu fyrir foreldra og börn undir skólaskyldu og eins fyrir eldri íbúa hreppsins.
5. Farið yfir stöðu leikskólagjalda vegna ábendinga vegna misræmis á gjöldum. Bókun: Nefndin leggur til að gengið verði frá samningi við leikskólasvið R.V.K.
6. Ákveðið er að jólamarkaður verði haldinn í Félagsgarði helgina 6. og
7. desember. Kvenfélagið ætlar að sjá um kaffiveitingar. Nánari upplýsingar um jólamarkaðinn verða sendar til íbúa hreppsins í dreifibréfi í oktobermánuði.
Sigurbjörn Hjaltason oddviti mætir á fundinn kl.11.00
Rætt um efnahagsástandið- afleiðingar og viðbrögð.
Fundi slitið kl.12.00
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir