Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

197. fundur 28. nóvember 2007 kl. 16:39 - 16:39 Eldri-fundur

 

Mættir eru: Aðalheiður Birna Einarsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Steinunn Hilmarsdóttir.

 

1.      Samningur við Mosfellsbæ; Lögð fram drög að samningi um ráðgjafaþjónustu milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps og drög um verklagsreglur og upplýsingar um framkvæmd samnings Kjósarhrepps og fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar um ráðgjafaþjónustu. Nefndin leggur til að fulltrúi frá hreppum fari yfir kostnaðar-hlið samningsins.

2.      Bæjarskrá-Kjósarskrá. Nefndin leggur til að sett verði upp bæjarskrá með myndum af öllum íbúðarhúsum í hreppnum með frekari upplýsingum um íbúa og sögu staðarins og að bæjarskráin verði sett upp á vefsíðu Kjósarhrepps.  

3.      Jólamarkaður. Undirbúningur gengur vel.

4.      Nefndinni hefur borist fyrirspurn vegna ferðaþjónustu við framhaldsskólanema. Nefndin telur að ekki sé tímabært að fara í meiriháttar aðgerðir í þessum málaflokki; nefndin bendir á eftirfarandi þjónustuþætti: 1) Öllum íbúum sveitarfélagsins stendur til boða að nýta þjónustu skólabílanna. 2) LÍN veitir framhaldsskólanemum dreifbýlisstyrk 3) Kjósarhreppur veitir framhaldsskólanemum ferðastyrk. Tillaga: Nefndin leggur til að Kjósarhreppur hækki  ferðastyrki framhaldsskólanema úr 18.000 kr. Í 23.000 kr. á önn.

 

 

Fundi slitið kl. 13.33

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir