Fara í efni

Fjölskyldu- og menningarnefnd

8. fundur 19. mars 2025 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir nefndarmaður
  • Andri Jónsson nefndarmaður
  • Sigrún Finnsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn

2502027

Lagðar fram til umfjöllunar reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn.
Fjölskyldu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn.

2.Undirbúningur hátíðahalda í Kjós 2025

2503026

Umræður vegna undirbúnings
Lagt til að 17. júní hátíðarhöld verði haldin í Ásgarði og í kringum hann. Kátt í KJós verður með hefðbundnu móti laugardaginn 19. júlí 2025.

Fundi slitið - kl. 17:30.