Fara í efni

Fjölskyldu- og menningarnefnd

3. fundur 15. nóvember 2023 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
  • Andri Jónsson nefndarmaður
  • Arna Grétarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir
  • Sigrún Finnsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helga Hermannsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Ísland atvinnuhættir og menning 2030.

2310032

Zaga útgáfufélag, býður Kjósarheppi að kaupa ritverkið Ísland atvinnuhættir og menning 2020 og að taka þátt í næsta verki sem verðu Ísland atvinnuhættir og menning 2030 sem mun koma út í rafrænni útgáfu.
Nefndin leggur til að Kjósarhreppur kaupi eitt eintak af Ísland atvinnuhættir og menning 2020 og gefi bókasafninu. Nefndin telur sig ekki hafa nægar upplýsingar til að taka afstöðu til þátttöku í Ísland atvinnuhættir og menning 2030.

2.Jólamarkaður í Kjós.

2309034

Formaður fer yfir vinnu nefndarinnar við undirbúning jólamarkaðarins. Búið er að panta 16 borð og undirbúningur hefur gengið vel.
Lagt fram til kynningar

3.Félagsstarf eldri borgara á aðventu.

2311010

Nefndin leggur til að eldri borgurum Kjósarhrepps verði boðið til hangikjötsveislu á aðventunni. Nefndin leggur til að leitað verði til kvenfélagsins um að sjá um framkvæmdina. Nefndin leggur áherslu á að haft verði samband við heldri Kjósverja og þeim boðið til veislu. Nefndin leggur til að þeim sem þess þurfa verði boðinn akstur.
Samþykkt samhljóða.

4.Þrettándagleði í Kjósinni.

2311011

Formaður fór yfir undirbúning. Lagt er til að haft verði samband við jólasvein og bjóða honum að koma á skemmtunina. Einnig er lagt til að boðið verði uppá heitt kakó og stjörnuljós. Kveikt verðu í brennu við Félagsgarð klukkan 19:00 laugardaginn 6. janúar nk. Kynnt nánar á kjos.is og facebook síðum.
Lagt fram til kynningar.

5.Barnabókaupplestur á aðventu.

2311012

Lagt er til að fengnir verði barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir til að lesa uppúr bókum sínum 5. desember nk. í Ásgarði. Boðið verður uppá piparkökur og kakó.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:30.