Fara í efni

Fjölskyldu- og menningarnefnd

2. fundur 20. september 2023 kl. 15:30 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Helga Hermannsdóttir nefndarmaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
    Aðalmaður: Þóra Jónsdóttir (ÞJ)
  • Andri Jónsson nefndarmaður
  • Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir nefndarmaður
  • Sigrún Finnsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helga Hermannsdóttir Formaður
Dagskrá
Formaður leitaði frábrigða og óskað eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Mál nr: 2309034

1.Fundartími Fjölskyldu- og menningarnefndar 2023-2026

2309012

Samkvæmt 4. gr. erindisbréfs fjölskyldu- og mennningarnefndar skal nefndin koma saman fyrir luktum dyrum í þriðju viku mánaðar, að jafnaði annan hvern mánuð og oftar ef nauðsyn krefur. Skal nefndin ákveða nánar um vikudag og fundartíma á fyrsta fundi sínum að höfðu samráði við sveitarstjóra. Lagt

er til að fundir nefndarinnar verði á miðvikudögum klukkan 16:00.
Samþykkt samhljóða.

2.Kátt í Kjós 2023

2306038

Kátt í kjós var haldið á liðnu sumri og var haldíð í blíðskapar veðri og við góðar undirtektir. Almenn ánægja var með hátíðina en hér eru nokkur atriði sem við þurfum að hafa í huga fyrir næstu hátíð:

Fleiri skilti og betri leiðsögn á staði. Betri stýringu á umferð við Félagsgarð, merkja bílastæði betur. Hafa einhvern í að taka myndir td. af markaði, kaffiborði Kvefélagsins, við kirkjuna, hestum, grillveislu að Sogni, mannlífinu við verslunina að Hálsi. Bæta netsamband í í Félagsgarði. Setja rafmagn út á tún. Stæði fyrir fatlað fólk. Vesti fyrir sjálfboðaliða. Drykki og nesti fyrir sjálfboðaliða, vera með hesta á Reynivöllum næst. Fá mögulega geitur til að leyfa börnunum að skoða. Betri verkaskipting.

Nefndin hvetur sveitartjórn til að bæta aðgengi að rafmagni við Félagsgarð og merkja bílastæði fyrir fatlað fólk.

3.Leiksvæði í Kjósinni

2309011

Fjölskyldu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að við næstu fjárhagsáætlunargerð verði gert ráð fyrir leiksvæði með grillaðstöðu í Kjósinni fyir fjölskyldur til að koma saman á. Nefndin leggur einnig til að settar verði 3 milljónir á ári næstu 3 árin til að byggja upp leiksvæði. Nefndin leggur til að fyrsta verkefnið verði að setja upp Ærslabelg og leggur til að leiksvæðið verði staðsett fyrir aftan Ásgarð þar sem það er skjólsælt, miðsvæðis og öruggt umhverfi.
Samþykkt samhljóða.

4.Jólamarkaður í Kjós

2309034

Undirbúningur fyrir árlegan jólamarkað ssem verður haldinn í Félagsgarði desmeber 2023.

5.Beiðni um samstarf frá Ungmennafélagi Kjalnesinga

2308018

Við hjá UMFK erum að hefja vetrarstarfið okkar núna í næstu viku. Við þjónustum mikinn fjölda bara frá Kjós en því miður hefur Kjósarhreppur ekki komið að málum en við óskum eftir að það breytist núna, svo að við getum spýtt enn meira í og gert félagið enn flottara og fjölbreyttara. Í vetur bjóðum við upp á fótbolta, sund, fimleika, körfubolta og styrktaræfingar, auk þess sem mikið verður um stutt námskeið t.d í pílu, skák og Fólfi. Við óskum eftir því að sveitarstjórn taki þetta fyrir.



Með heilsutengdan viðburð í kringum kátt í kjós þá sjáum við t.d fyrir okkur að UMFK gæti verið með 5 km og 10 km hlaup í kjósinni á sama tíma og hátíðin er, það myndi trekkja marga hlaupara í kjósina. Ef einhverjar spurningar eru, ekki hika við að senda okkur allar þær spurningar sem vakna. Styrkurinn yrði aðeins notaður í kaup á búnaði, greiðslur launa þjálfara koma í gegnum æfingagjöld. A.m.t. hafa 12 börn verið þáttakaendur í starfsemi UMFK sl. 3 ár og þeim fjölgar með hverju árinu.
Nefndin þakkar UMFK fyrir þeirra góða starf og velvilja til æskulýðsins í Kjósinni. Nefndin leggur til að styrkur að upphæð 700.000 verði veitt til UMFK.

6.Förum alla leið - Samþætt þjónusta

2308008

Tillaga vegna tilraunaverkefnis - Förum alla leið, Samþætt þjónusta í heimahúsum í samstarfi við Mosfellsbæ og Reykjavík. Þann 8. júní sl. auglýsti félags- og vinnumarkaðsráðuneytið eftir samstarfi við sveitarfélög oheilbrigðisstofnanir sem hafa áhuga á að vinna að þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum sem byggir á grunni aðgerðaráætlunarinnar Gott að eldast. Slík samþætting felur í sér að rekstur þjónustunnar sé veitt af einum aðila, hvort sem um er að ræða stjórn á mannafla eða fjármálum.
Lagt fram til kynningar.

7.Málefni fatlaðs fólks

2308019

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.