Fjölskyldu- og menningarnefnd
Dagskrá
1.Fjölskyldu- og menningarnefnd- Kosning formanns, varaformanns og ritara.
2306037
Lagt er til að formaður verði Helga Hermannsdóttir, varaformaður verði Þóra Jónsdóttir og Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri verði ritari nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2.Erindisbréf Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps
2305006
Drög að erindisbréfi lagt fram til umfjöllunar.
Lagt er til að í erindisbréfi komi fram ábyrgð nefndarinnar á að starfrækt verði ungemnnaráð í Kjósarreppi. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna í viðkomandi sveitarfélagi.
A.ö.l. gerir nefndin ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til staðfestingar í sveitarsjórn.
A.ö.l. gerir nefndin ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til staðfestingar í sveitarsjórn.
3.Kátt í Kjós 2023
2306038
Farið var yfir skipulagninug Kátt í Kjós og verkefnum úthlutað. Ákveðið að síðasti dagur til að panta borð verði föstudaginn 7. júlí. Lagt var til að sendir verði út greiðsluseðlar til þeirra sem hafa pantað borð á markaðinum í stað þess að rukka á staðnum.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið.