Fara í efni

Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd

18. fundur 27. ágúst 2021 kl. 10:00 - 11:16 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Barnaþing í nóvember

2108022

Í lögum um umboðsmann barna er kveðið á um að haldið verði annað hvert ár þing um málefni barna. Umboðsmaður barna boðar til þingsins og kynnir niðurstöður og ályktanir þess fyrir ríkisstjórn. Barnaþing verður næst haldið í Hörpu dagana 18. og 19. nóvember 2021.

Fyrr á þessu ári fengu 350 börn og forsjáraðilar þeirra bréf þar sem þeim var boðið að taka þátt í barnaþingi. Börnin voru valin með slembivali af öllu landinu úr Þjóðskrá.

https://www.barn.is/barnathing/
Niðurstaða:
Lagt fram

2.Dagforeldrar - Börn eldri en 13 mánaða

2108031

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessa gjaldskrá

3.Dagforeldrar - Börn yngri en 13 mánaða

2108030

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessa gjaldskrá

4.Niðurgreiðslur til dagforeldra

2108038

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessar reglur

5.Vistunarsamningur um vistun barns hjá dagforeldri með þjónustusamning

2108050

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja vistunarsamninginn

6.Samningur um stoðþjónustu

2108040

Niðurstaða:
Samþykkt
Lagt er til við hreppsnefnd að samþykkja endurnýjun á verksamningi.

7.Stoðþjónusta

2108039

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja samning fram að áramótum.

8.Akstur í félagsmiðstöðina Flógyn

2108041

Niðurstaða:
Samþykkt
Til að sporna við félagslegri einangrun og að það sé hvetjandi fyrir börn og ungmenni sækja viðurkennt félagsstarf almennt.
Lagt er til að hreppsnefnd samþykki akstur tvisvar í viku í félagsmiðstöðina Flógyn til áramóta.

9.Fyrirspurn frá Landssamtökunum Þroskahjálp

2106043

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 11:16.