Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Dags. 25.03.2019
Ellefti fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 25. mars. 2019, kl 19:30
Mæta eiga: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Arna Grétarsdóttir. Sigurþórs I Sigurðssonar, ritari boðar forföll og Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi boðaði forföll rétt fyrir fund og náðist því ekki að kalla inn varamann.
Dagskrá:
1. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaráætlun
Afgreiðsla: Ný jafnréttisáætlun og framkvæmdaráætlun yfirfarin og samþykkt. Nefndin leggur áætlunina til samþykktar á hreppsnefndarfundi 02.04.19
2. Skemmtidagur með ungmennaráði / skipulag
Afgreiðsla: Ungmennaráði er falið að skipuleggja skemmtiferð sem til stendur að fara þann 15.04.19 næst komandi og kostnaðaráætlun vegna hennar. Nefndin óskar eftir fjárveitingu frá hreppnum til ferðarinnar fyrir ungmennaráðið og leggur fram kostnaðaráætlun.
3. Reglur sem falla undir nefndina / yfirfara núverandi reglur
Afgreiðsla:
a. Liðveisla – Yfirfarið og samþykkt.
b. Félagsleg heimaþjónusta – Yfirfarið og samþykkt.
c. Félagsleg ráðgjöf – Upplýsingar um félagslega ráðgjöf yfirfarin og samþykkt.
d. Fjárhagsaðstoð – Yfirfarið og samþykkt.
e. Sérstakur húsnæðisstuðningur – Yfirfarið og samþykkt.
f. Reglur um styrki til ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraðra – Regínu er falið að endurskoða reglurnar.
g. Þjónusta stuðningsfjölskylda fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra – Yfirfarið og samþykkt.
h. Gjaldskrá - Þjónusta stuðningsfjölskylda við fötluð börn. – Yfirfarið og samþykkt.
i. Barnavernd – Yfirfarið og samþykkt.
j. Félagsstarf aldraðra – Yfirfarið og samþykkt.
k. Húsnæðisbætur – Yfirfarið og samþykkt.
l. Notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks – Regínu er falið að endurskoða reglur.
m. Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA) – Regínu er falið að endurskoða reglur.
n. Öldunaráð Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar – Regínu er falið að endurskoða reglur.
Nefndin leggur yfirfarnar og samþykktar reglur til samþykktar á hreppsnefndarfundi 02.04.19
4. Samningur við Mosfellsbæ um félagsþjónustu og barnavernd.
Afgreiðsla: Ný drög að samningi liggur fyrir á næstu dögum og tekur við af núgildandi samningi sem gildir til 30.04.19
5. Starfslokanámskeið fyrir 60 ára og eldri
Afgreiðsla: Frestað
6. Ungmennaráð Kjósarhrepps 2019 reglur
Afgreiðsla: Farið var yfir drög að reglum um ráðið og þær samþykktar. Nefndin leggur reglurnar til samþykktar á hreppsnefndarfundi 02.04.19
7. Skólaakstur í Kjósarhreppi Reglur
Afgreiðsla: Reglur yfirfarnar og samþykktar. Nefndin leggur reglurnar til samþykktar á hreppsnefndarfundi 02.04.19
8. Ráðningar í sumarstörf Reglur
Afgreiðsla: Reglur yfirfarnar og samþykktar. Nefndin leggur reglurnar til samþykktar á hreppsnefndarfundi 02.04.19
9. Systkinaafsláttur þvert á skólastig / drög að samningi milli Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar.
Afgreiðsla: Regína gerði grein fyrir stöðu mála. Erindi var sent til skóla- og frístundarsviðs 21. janúar síðast liðinn þar sem óskað var eftir samstarfi varðandi systkinaafslátt þvert á skólastig. Niðurstaða er að vænta á næstu dögum, en verið er að leggja drög að samningi milli Kjósarhrepps og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 21:30 RHG