Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Dags. 15.01.2019
Níundi fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 15. jan. 2019, kl 19:30
Mæta eiga: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður, Guðný G Ívarsdóttir meðstjórnandi, Arna Grétarsdóttir fyrsti varamaður í fjarveru Sigurþórs I Sigurðssonar, ritara.
Dagskrá:
1. Systkina afsláttur þvert á skólastig.
Afgreiðsla: Ákvörðun um systkinaafslátt frestað, málið verður skoðað í samstarfi við viðeigandi aðila um útfærslu á slíkum afslætti.
2. Ungmennaráð, næstu skref.
Afgreiðsla: Samþykkt að efna til kynningarfundar með ungmennum þann 15. febrúar, nánar auglýst síðar.
3. Samningur við Ylfu.
Afgreiðsla: Samþykkt
4. Jafnréttismál, endurskoðun á Jafnréttisáætlun - staða mála.
Afgreiðsla: Jafnréttisáætlunin verður uppfærð og endurskoðuð í heild og verður þeirri vinnu lokið í lok apríl og tekur þá við að núgildandi áætlun sem gildir til júní 2019.
5. Breytingartillögur á ferðastyrk og húsnæðisstyrk til framhaldsskólanema
Afgreiðsla: Samþykkt að halda núverandi útfærslu og gildandi reglum um ofangreinda styrki.
6. Ferðastyrkur grunnskólanema.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að gera eftirfarandi breytingu á rétt til ferðastyrk grunnskólanema. Til að öðlast rétt til nýtingar á styrknum þarf ungmenni að sækja að félagsmiðstöðina Flógyn 6-8 skipti á önn að lágmarki. Einnig er gerð sú breyting að forráðamenn þurfa nú að prenta út staðfestingu sem er að finna inn á síðu sveitarfélagsins og fara með í félagsmiðstöðina til að fá staðfestingu um ástundun. Lagt er til að Hreppsnefnd samþykki þessar breytingar á næsta fundi þann 5. febrúar.
Önnur mál: Engin önnur mál tekin fyrir.
Fundi slitið kl: 21:50 RHG