Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd
Dags. 04.10.2018
Sjöundi fundur Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði 04. okt. 2018, kl 20:30
Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðný G Ívarsdóttir, meðstjórnandi, Sigurþór I Sigurðsson, ritari og Arna Grétarsdóttir, fyrsti varamaður.
Fyrir hönd Öldungaráð: Jóhanna Hreinsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir varamaður.
Dagskrá:
1. Ræða um nýju lögin sem taka gildi 1. október næstkomandi vegna notendaráðs og öldungaráð.
a. Hvaða sveitafélög eru í samstarfi
b. Hvaða hlutverki gegnir nefndin innan sveitar og hvað vill hún vinna að.
- Rætt var um skilgreiningu á hlutverki öldungaráðs og notendaráðs. Einnig hvernig samsetning þeirra er og hverjir skipa þau. Niðurstaða fundar var að samráð yrði haft við fulltrúa Mosfellsbæjar og mun Regína H. Guðbjörnsdóttir sjá um þann hluta.
- Öldungaráð er það sem tekur við af þjónustuhóp um málefni aldraðra.
- Að öllum líkindum yrði tilnefndur einn aðili innan hreppsins sem hefur náð 67 ára aldri sem væri fulltrúi sveitarfélagsins í samráðshópi þessum í samstarfi við Mosfellsbæ. Einnig sitja í þessum ráðum fulltrúar sveitastjórnar.
- Notendaráð er samráðshópur sem myndi vera samsettur á svipaðan hátt og öldungaráð með gildum fulltrúa sveitarinnar sem það hefur félagsþjónustu.
- Tilgangur þessara ráða eða samráðshópa er að veita aðhald við þjónustuna og geta haft áhrif á hvernig hún mótast.
2. Önnur mál.
Fundi slitið kl 21:45