Atvinnu-og ferðamálanefnd
Fundur í atvinnu og ferðamálanefnd 03. Júlí 2013 í Ásgarði kl 16.30
Fundur nr 15,
Mættar eru Bergþóra Andrésdóttir (BA), Katrín Cyrusdóttir (KC) og Rebekka Kristjánsdóttir (RK)
1. Farið var yfir tillögur Ólafs v / skilta sem setja á upp v/ Maríuhöfn , Laxá og Kjósarrétt og skipts á skoðunum og gerðar tillögur að breytingum, ákváðum að ath hvort Ólafur kæmist á næsta fund nefndarinnar til að ljúka málinu þ.e endanlegu innihaldi og útliti skiltanna.
2. Nefndin leggur til vegna hönnunarsamkeppninnar sem stendur til að hleypa af stokkunum í haust að verðlaunaféð verði 400.000 fyrir bestu tillöguna 300.000 fyrir þá næstbestu og að lokum 100.000 fyrir þá þriðju bestu. BA hefur verið i samskiptum við Impru og Impra er tilbúin að vera nefndinni innan handar við uppsetningu hönnunarsamkeppninnar.
Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 17.45
Ritari Rebekka Kristjánsdóttir