Atvinnu-og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 13
Dags 12.03.2013 kl. 18.00
Mættar: Bergþóra Andrésdóttir (BA), Katrín Cýrusdóttir (KC) og Rebekka Kristjánsdóttir (RK)
Dagskrá:
1: Skiltamál við Maríuhöfn
Frá síðasta fundi hefur BA haft samband við landeigendur og ath hvort mögulegt leyfi fengist frá þeim um að setja upplýsingaskilti um Maríuhöfn og Búðarsand (með yfirlitsmynd ásamt upplýsingatexta um sögu) við veginn, landeigendur tóku því vel.
2: Skilti við Kjósarétt
Tillaga nefndarinnar er að á skiltinu kæmi fram atvinnusaga hreppsins, saga réttarinnar, byggingar-ár ásamt mynd af fjallasýn.
3: Skilti við Laxá
Nefndin telur að gott væri að hafa grunnupplýsingar um ánna sem laxveiðiá, ath með teiknaða yfirlitsmynd sem á að vera til og mynd af Reynivallahálsinum . Einnig teljum við nauðsynlegt að setja inn upplýsingar um hvernig æskilegt er að ganga um svæðið til að fyribyggja ónæði við veiðimenn og þær upplýsingar yrðu þá í samráði við fulltrúa frá Veiðfélaginu, þar gætu einnig verið upplýsingar um lífríki árinnar.
4: Hugmyndasamkeppni: / Hönnunarsamkeppni
Tillaga um að auglýsa eftir hugmynd/hönnun að nytjahlut sem skírskotar til Kjósarinnar og Kjósarhreppur eignaðist síðan (verðlaunahönnunin). Samkeppnin yrði öllum opin og frjálst val um efnivið í hlutinn. Samkeppnin yrði auglýst sem víðast og eflaust ódýrast og hentugast að senda út fréttatilkynningu þess efnis. Verðlaunafé yrði fyrir 1.sæti 300.000 og 2. sæti 200.000. Vonir standa til að Kjósarhreppur eignaðist þá hlut eða annarskonar hönnun sem hægt væri að framleiða og nýttist til sölu eða annarra hluta sveitungum til gagns og gamans. Óhlutdrægir og faglegir dómara yrðu fengnir til að dæma og stæði samkeppnin frá apr 2013 – nóv 2013.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið 20.05
Rebekka Kristjánsdóttir var ritari.