Fara í efni

Atvinnu-og ferðamálanefnd

438. fundur 08. mars 2013 kl. 14:29 - 14:29 Eldri-fundur

Atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 12

Dags 23.02.2013 kl. 12.30

Mættar: Bergþóra Andrésdóttir (BA), Katrín Cýrusdóttir (KC) og Rebekka Kristjánsdóttir (RK)

Dagskrá:

Tilgangur ferðar var að skoða svæði þar sem áætlað er að koma upp skiltum meta aðgengi og upplýsingarþörf svæða sem fyrirhugað er að merkja.

1: Staðsetning skiltis við Maríuhöfn.

Nefndin hittist við Félagsgarð og ókum við saman að Maríuhöfn. Erfitt er að finna höfnina fyrir ókunna þar sem ekkert skilti er upp við veg eða vegvísir. Tillaga er um að fá að setja skilti í samráði við landeigendur við afleggjara þar sem bent er á að áhugaverðan stað og svo upplýsingaskilti við t.d gámaplan þar sem gæti verið vegvísir ásamt upplýsingum um sögu hafnarinnar.

 

2: Hugsanleg staðsetning skiltis við Laxárbrú.

Gengum hring og skoðuðum á teikningu tillögu frá Umhverfisnefnd og leist vel á. Atvinnu og ferðamálanefnd styður einróma þessa tillögu með merktan göngustíg og vinnur áframhaldandi að því að koma upp skilti á planinu.

 

3:Staðsetning skiltis við Kjósarrétt

          Nefndin telur skynsamlegt að skiltið verði staðsett þar sem beygt er af aðalveginum að réttinni.

 

        Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 14.00.

                                                Ritari: Rebekka Kristjánsdóttir.