Vordagar í Kjós
12.03.2025
Deila frétt:
Eins og á síðasta ári mun sveitarstjórn Kjósarhrepps standa fyrir umhverfi átaki á vordögum. Vordagar í Kjós munu standa frá 24. -27. apríl. Innan þessa tímabils er bæði sumardagurinn fyrsti og Stóri plokkdagurinn, því ærið tilefni til að láta hendur standa fram úr ermum og fegra umhverfið. Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að skipuleggja hreinsunarviðburð í sínu nærumhverfi og gera sér glaðan dag í leiðinni. Sorp sem safnast verður hægt að koma með á gámaplan að kostnaðarlausu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.