Vinsamleg tilmæli
03.06.2021
Deila frétt:
Hreppsnefnd vill að gefnu tilefni koma þeim tilmælum á framfæri til hundaeigenda hvort sem um er að ræða íbúa, sumarhúsaeigendur eða gesti að þeir hafi eftirlit með hundum sínum. Fuglalíf er viðkæmt á þessum árstíma og búfénaður með ungviði er berskjaldaður fyrir áreiti frá lausum hundum.
Búfjáreigendur eru vinsamlegast beðnir að halda búfé, ekki síst stórgripum utan veghelgunarsvæða vegna slysahættu.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps