Vinnustofa vegna endurskoðunar aðalskipulags
03.09.2024
Deila frétt:
Þann 25. september nk., kl. 19:30, býður sveitarstjórn Kjósarhrepps íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á opna vinnustofu í Félagsgarði í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Stuttar kynningar og tækifæri til að kynna sér aðalskipulagið og bera upp málefni sem það varða. Fjallað verðu um m.a. framtíðarhugmyndir um uppbyggingu Kjósarinnar, viljum við breytingar, fjölgun íbúðarhúsalóða, stækkun frístundabyggðar, fleiri þjónustulóðir. Allt þetta og margt fleira tengist endurskðun aðalskipulags. Unnið verður á nokkrum borðum, þar sem málin verða rædd að lokinni kynningu. Heitt verður á könnunni og íbúar eru hvattir til að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri og taka þátt í að móta framtíð sveitarfélagsins.