Vinnuskóli í Kjósarhreppi sumarið 2024
Kjósarhreppur og Reykjavíkurborg að bjóða börnum á Kjalarnesi og í Kjósinni að vinna saman í sumar. Vinnustöðvar verða þá ýmist i Kjósinni eða á Kjalarnesi. Það er von okkar að með þessu fyrirkomulagi verði skólinn skemmtilegri og fjölbreyttari.
Börnum sem fædd eru 2008 til 2010 stendur þessi vinna til boða. Börnum sem fædd eru 2010 stendur til boða að vinna frá 10. júní til hádegis 20. júní (7,5 daga) og börnum fæddum 2008 og 2009 stendur til boða að vinna frá 10. júní til og með 1. júlí (15 daga). Boðið verður uppá akstur á milli sveitarfélagana þegar þess er þörf.
- Nemendur starfa í 7 klst. á dag.
- Daglegur vinnutími er kl. 8:30–15:30.
Skráning er hjá sveitarstjóra í sveitarstjori@kjos.is við skráningu þarf að koma fram nafn, barnsins og kennitala ásamt bankaupplýsingum. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um forráðamann ásamt síma og netfangi.
Sjá nánar um vinnuskólann, laun og fleira á https://www.kjos.is/is/thjonusta/felags-og-velferdamal/born-og-unglingar/vinnuskoli-unglingavinna