Fara í efni

Viljum við stórkostlega ammoníaksframleiðslu í Hvalfjörðinn?

Deila frétt:

Qair á Íslandi ehf. undirbýr nú framleiðslu á rafeldsneyti öðru nafni ammoníaki á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Í umhverfismatsskýrslu sem VSÓ hefur unnið eru árform um að framleiða vetni með rafgreiningu og áframvinna það í ammoníak til að nýta sem orkugjafa sem hægt er að nota í orkuskiptum. Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp framleiðslu á grænu eldsneyti þar sem framleidd verði um 750.000 tonn af grænu ammoníaki á ári. Bent skal á að ammoníak er alltaf ammoníak hvort sem það er grænt eða kallað rafeldsneyti. Framleiðslan er fyrirhuguð í þremur áföngum og hver um sig hefur um 250.000 tonna framleiðslugetu af ammoníaki. Talað er um grænt vetni og grænt ammoníak þegar við framleiðsluna er notuð endurnýjanleg orka að öðru leyti er verið að tala um venjulegt ammoníak með þeim skaðlegu áhrifum sem það getur valdið, sleppi það út í andrúmaloftið.
Fyrirhugaðar byggingar sem munu blasa við Kjósverjum verða samtals um 130.000 fm og rísa hæst um 60 metra upp í loftið, Til samanburðar má nefna að Smáralind er helmingi minni. Fastlega má gera ráð fyrir að þessi framkvæmd muni hafa áhrif á lífsskilyrði fólk og náttúru í Hvalfirði. 
Með þessum skrifum hér viljum við vekja Kjósverja og vini Hvalfjarðar til vitundar um þá framkvæmd sem hér er á ferð og hvetja til þess að fólk kynni sér málið. Stefnt er að því að halda íbúafund í Kjósinni um þetta mál í lok ágúst n.k.  Nánar má lesa um málið hér fyrir neðan.

Umhverfismatsskýrsla

Skipulagsgátt og umsagnir