Viðtalstímar fyrir landeigendur vegna endurskoðunar aðalskipulags
Þann 26. nóvember nk. á milli kl. 10:00 og 14:00 er landeigendum / eigendum lögbýla í Kjósarhreppi boðið að bóka tíma með skipulagssviði á skrifstofu Kjósarhrepps. Þessi tími er hugsaður fyrir þá sem sjá fyrir sér að gera breytingar á notkun sinnar jarðar til framtíðar.
Elís Guðmundsson formaður skipulags- umhverfis og samgöngunefndar, Helena Ósk Óskarsdóttir, starfsmaður skipulagssviðs og Kristín Una Sigurðardóttir hjá Landmótun verða til samtals og ráðgjafar.
Gott væri að koma hugmyndir á blaði s.s. útprentaða hugmynd um hvað það er sem þið sjáið fyrir ykkur svo samtalið verði gagnlegt, getur verið gróf afmörkun á uppdrætti eða loftmynd.
Áhugasamir sendi póst á ask@kjos.is til að fá tíma.
Landeigendur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að íhuga framtíðaráform sín á þessum tímapunkti. Þetta er rétti tíminn í skipulagsferlinu. Þessi vinna er landeiganda að kostnaðarlausu.