Fara í efni

Vesturlandsvegur - Umferðaröryggi

Deila frétt:

Íbúasamtök Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness, bæjar- og sveitarstjórnir Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshepps, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar, boða til fundar um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda.


Fundurinn veður 22. febrúar kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi.

Um er að ræða opinn fund og til hans boðað, auk íbúa á svæði fundarboðenda, þingmönnum Norðurlands vestra og Reykjavíkur, vegamálastjóra, ráðherra vegamála og borgarstjórn Reykjavíkur.
Öllum er ljóst hversu hættulegur umræddur vegur er. Lögð hafa verið drög að endurgerð hans en fjármagn hefur ekki fengist til framkvæmda.
Fundinum er ætlað að sýna ráðamönnum fram á að ekki má lengur láta undir höfuð leggjast að bæta hér úr. Í núverandi fjárlögum er ekki gert ráð fyrir þessum endurbótum utan hringtorgs á Esjumelum.

Við svo búið má ekki standa.