Útialtarið við Esjuberg vígt
Útialtarið við Esjuberg vígt
Sunnudaginn 20. júní kl. 14. mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígja keltneskt útialtari í landi Esjubergs á Kjalarnesi.
Kaffiveitingar verða í boði Sögufélagsins Steina og sóknarnefndar Brautarholtskirkju.
Rými er fyrir nokkra bíla við útialtarið. Vegarslóði er slæmur yfirferðar. Hægt verður að leggja við afleggjarann að útialtarinu, á framkvæmdarsvæði Vegagerðar, og ganga að því, 0,7 km. Einnig verður boðið upp á sætaferðir.
Ath. klæðnað eftir veðri. Engin salernisstaða á staðnum.
Fyrstu skóflustungu að altarinu tók biskup Íslands, vorið 2016.
Sögufélagið Steini á Kjalarnesi reisti síðan útialtarið, til minningar um fyrstu kirkju Íslands, sem um er getið í íslenskum ritheimildum og er líklega reist um 900. Kirkjan er kennd við Örlyg Hrappsson og var helguð írska dýrlingnum Kolumkilla.
Auk Örlygs greinir Landnámabók, og fleiri miðaldarit, frá kristnum mönnum, bæði keltneskum og norrænum, sem sigldu hingað til lands frá Írlandi og eyjum Skotlands og settust að á Vestur- og Suðvesturlandi.
Fjöldi góðra manna hafa stutt verkefnið með ýmiskonar hætti og kær þökk sé þeim fyrir það!
Sögufélagið Steini á Kjalarnesi
St Columba and the Isle of Iona - Historic UK (historic-uk.com)
Stjórnina skipa:
Hrefna S. Bjartmarsdóttir formaður
Bjarni Sighvatsson varaformaður
Guðlaug H. Kristjánsdóttir ritari
Sigríður Pétursdóttir meðstjórnandi
Theodór Theodórsson gjaldkeri
Sr. Gunnþór Ingason varamaður
Þorbjörn Broddason varamaður
Ljósm. Stjórn Sögufélagsins Steina og aðstandendur hennar.
Akstursleiðbeiningar má nálgast hér