Umhverfisstofnun boðar til opins kynningafundar um niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og umhverfisvöktunar ársins 2023
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningafundar um niðurstöður mengunarvarnaeftirlits og umhverfisvöktunar ársins 2023 vegna starfsleyfa Als álvinnslu, Elkem Ísland og Norðuráls á Grundartanga. Fundurinn er árlegur og í samræmi við starfsleyfi iðjuveranna.
Fundurinn fer fram þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 16:00 að Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Fundinum verður einnig streymt.
Dagskrá fundarins:
Mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar og niðurstöður eftirlits 2023 – Sigríður Magnúsdóttir
Niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga – Eva Yngvadóttir
Erindi frá Norðurál – Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson
Erindi frá Elkem – Sigurjón Svavarsson
Umræður
Skýrsla umhverfisvöktunar ársins 2023
Fundarstjóri: Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðstjóri á sviði umhverfisgæða, Umhverfisstofnun
Viðburðurinn á Facebook