Umhverfissóðar á ferð í Kjósinni
24.02.2023
Deila frétt:
Miðvikudaginn 23. febrúar sl. urðu íbúar í Kjósinni þess varir að búið var að skilja eftir rusl, mestmegnis bílparta við veiðiveginum við hliðina á Hvassnes sem liggur í átt að Þorláksstöðum. Ljóst er að þar hafa óprúttnir aðilar ætlað að spara sér peninginn sem kostar að fara með úrgang á mótttökustöð. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir aðila um sveitina í vikunni sem mögulega gætu borðið ábyrgð á þessu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 566-7100 eða í netfangið sveitarstjori@kjos.is