Fara í efni

Umferðaöryggisáætlun fyrir Kjósarhrepp

Deila frétt:

 

 

Á næstu vikum hefst vinna við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Kjósarhrepp markmiðið með slíkri áætlun er að auka vitund forráðamanna sveitafélaga og almennings um umferðaöryggismál.

 

Lagt verður mat á stöðu umferðaöryggismála í sveitarfélaginu og verður slíkt mat svo notað til að koma á úrbótum þar sem þess gerist þörf. Umsjón með verkefninu er Samgöngu- og fjarskiptanefnd og vinnur nú að samningum við ráðgjafafyrirtæki sem verður nefndinni innan handar við vinnslu áætlunar.

 

Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að hagsmunir allra vegfarendahópa séu teknir með við gerð umferðaöryggisáætlunar, því óskar nefndin eftir ábendingum frá Kjósverjum, frístundabyggðum og öllum aðilum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.

 

Ábendingar þurfa vera skýrar og gefa glögga mynd af því svæði sem um ræðir, senda skal allar ábendingar á netfang nefndarinnar, fyrir 15. september nk.

 

samgongu.fjarskipta.nefnd@gmail.com