Tilboðsfrestur í Hvamm og Hvammsvík rennur út 18. júní
10.06.2008
Deila frétt:
Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur Orkuveita Reykjavíkur óskað eftir tilboðum í jarðirnar Hvamm og Hvammsvík án jarðhitaréttinda.
Vert er að benda á, að í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 er tekið fyrir, að hægt sé að undanskilja jarðhitaréttindi eignarlandi nema með sérstöku leyfi ráðherra. kjos.is er ekki kunnugt um að slíkt leyfi liggi fyrir.
Lögin kveða jafnframt á um að sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna jarðhita innan marka sveitarfélagsins vegna þarfa hitaveitu sem rekin er í sveitarfélaginu.
Tilboðsfrestur í jarðirnar rennur út 18.júní og tilboð verða opnuð fimmtudaginn 19. júní kl.15.00