Fara í efni

Þrettándafagnaður í Félagsgarði

Deila frétt:

 

Jólin verða kvödd  í Félagsgarði föstudagskvöldið 6. janúar á þrettánda degi jóla og hefst kl 19:00.   Dagskráin verður með venjubundum hætti.

 

Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.

Eftir það verður kveikt í brennunni um kl 20:00. 

Flugeldasýning í flugumynd og fer ekki hátt. 

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði. 

 

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að koma með jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð en oft hefur verið mikið um dýrðir á þrettándanum.   Þá á að ljúka við allan jólamat og drykk.

 

Til að lífga upp á er fólk kvatt til að koma í búningum t.d. sem  álfakóngar, drottningar, púkar eða  vættir.

 

Kjósarhreppur, kvenfélagið og ungmennafélagið.