Fara í efni

Tekið á móti nýjum sóknarpresti Reynivallaprestakalls

Deila frétt:

 

   Innsetningarmessan verður í Reynivallakirkju,

sunnudaginn 11. september kl.14.
Sr. Þórhildur Ólafs prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi mun setja

sr. Örnu Grétarsdóttur inn í embætti sóknarprests Reynivallaprestakalls við hátíðlega athöfn.
Það er venja þegar nýr prestur tekur við í söfnuði að haldin er sérstök messa þar sem prestur er boðinn velkominn, beðið er fyrir störfum nýja prestsins, fyrir söfnuðinum og þá sérstaklega fyrir samstarfi prests og safnaðarfólks.

 

Sigríður Klara Árnadóttir, formaður Reynivallasóknar og

Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar lesa ritningarlestra.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiðir sálmasöng.

Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

 

Kaffisamsæti eftir messu í Hlöðunni á Hjalla í Kjós hjá Hermanni og Birnu.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


Sóknarnefndir Reynivalla – og Brautarholtssóknar

og sóknarprestur

 

 

 Þrjár kirkjur tilheyra Reynivallaprestakalli 

Brautarholtskirkja Kjalarnesi Saurbæjarkirkja Kjalarnesi Reynivallakirkja Kjós