Teikningar aðgengilegar á kortavef Kjósarhrepps
Á síðasta ári var ákveðið að hefja vinnu við að gera teikningar fasteigna í Kjósarhreppi aðgengilegar á rafrænu formi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því. Nú eru aðaluppdrættir bygginga í Kjósarhreppi hægt og bítandi að verða aðgengilegir á kortavef sveitarfélagsins og stöðugt bætist við.
Fyrst í stað verða allar nýjar teikningar skannaðar inn eftir að Byggingarfulltrúi hefur samþykkt þær, þeir sem þurfa að skoða teikningar geta þá farið inn á kortavefinn hjá kjos.is í stað þess að sækja afrit uppdrátta í afgreiðslu byggingarfulltrúa. Eftir því sem tími gefst til verða eldri teikningar líka skannaðar inn. Stefnt er að því að við lok árs verði stór hluti teikninga kominn á vefinn.
Minnum á að Byggingarfulltrúi þarf nú einungis eitt afrit af endanlegum teikningum í stað þriggja áður, til úrvinnslu og skönnunar sem sparar kostnað húseigenda og dregur úr umhverfisáhrifum.
Slóð á kortasjá
Leiðbeiningar um notkun kortavefs
Svo má benda á nýjungar á kortasjánni svo sem:
Tímaflakk, 360°götu sýn, teikna, mæla
Bestu kveðjur Skipulags- og byggingarsvið Kjósarhrepps