Fara í efni

Styrkir hækka í Kjósarhreppi

Deila frétt:

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur staðfest tillögur frá félags- æskulýðs- og jafnréttismálanefnd um hækkun á margvíslegum styrkjum.

 

Sem dæmi má nefna að ferðastyrkur framhaldsskólanema hækkar úr 35 þús.kr. í 40 þús.kr. á önn og hefur aldurshámark verið afnumið.

Ferðastyrkur til grunnskólanema hækkar  hjá miðstigi.

Frístundastyrkur til barna og ungmenna hækkar og bætast nú 3-6 ára og einnig 16-18 ára inn í hópinn.

 

Áætlað er að allar breytingar á styrkjum og öðrum framlögum muni auka útgjöld sveitarsjóðs um 500 þús.kr. á ári.

 

Við hvetjum alla sem kunna að eiga rétt á hvers konar styrkjum eða aðstoð að fara inn á heimsíðuna: www.kjos.is 

opna Samþykktir og gjaldskrár til að kynna sér réttindi sín og barna sinna.

Undir Umsóknareyðublöð má finna viðeigandi eyðublöð.