Fara í efni

Stóri Plokkdagurinn - Vertu með!

Deila frétt:

 

Um það bil 8000 manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka bæði í sínu umhverfi. Flestir sem tilheyra Plokk síðunni plokka nánast allt árið um kring en Plokk á Íslandi skipuleggur Stóra-plokkdaginn einu sinni á ári. Hann er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins, vitundarvakning og hvatning. Tímasetningin hentar vel því þá er vorið komið, snjór horfin úr byggð og plast og pappírs rusl býður eftir því að verða bjargað og sent á viðeigandi stofnun.

Stóri Plokkdagurinn byrjaði sem grasrótar verkefni en hefur nú fengið Rótarý hreyfinguna á Íslandi með sér í lið. Þá hafa Landsvirkjun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gert langt tíma saming við verkfenið í umsjá Rótarý til utanumhalds og kynningar á deginum. Rótarý klúbbarnir um allt land munu skipuleggja viðburði á Stóra plokkdeginum og hundruð sjálboðaliða úr þeirra röðum munu þannig koma að verkefninu.

Rótarý hreyfingin á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða, taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.

Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi. Hægt er að nálgast merki Plokk dagsins á plokk.is og er öllum heimilt að nota það sér að kostnaðarlausu. Sveitafélög landsins auglýsa sína viðburði og hvernig hægt er að bera sig að með frágang, flokkun eða urðun á hverjum stað fyrir sig.

Á facebook svæðinu Plokk á Íslandi má gjarnan deila sigrum okkar á ruslinu með jákvæðum fréttum af árangri baráttunnar allt árið um kring. Vertu með á stóra plokk deginum 27. apríl nk

Einar Bárðarson,
Félagi í Rótarý hreyfingunni og plokkari


  1.