Fara í efni

Stjórnvaldssektir vegna óleyfisframkvæmda

Deila frétt:

Í grein 57 í mannvirkjalögum kemur fram að Byggingarfulltrúi getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem:

  1. hefur framkvæmd sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr.,
  2. tekur mannvirki í notkun án þess að hafa óskað eftir og fengið útgefið vottorð um öryggisúttekt skv. 35. gr.,
  3. óskar ekki eftir og fær ekki útgefið vottorð um lokaúttekt á mannvirki innan þriggja ára frá því að það var tekið í notkun og lokaúttekt fór fram vks. 36. gr.

Byggingarfulltrúi í Kjósarhreppi áskilur sér rétt til að leggja á stjórnvaldssektir í þeim málum þar sem ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  Þeir aðilar sem þetta á við eru hvattir til að hafa samband við skipulags- og byggingarsvið Kjósarhrepps bygg@kjos.is svo komast megi hjá sektum.

Leiðbeiningar umsókn um byggingarleyfi