Neyðarkall! Starfsmaður/menn óskast í hlutastarf á móttökustöð úrgangs að Hurðarbaksholti í Kjós
13.05.2024
Deila frétt:
Starfsmaður/menn á móttökustöð úrgangs að Hurðarbaksholti óskast til starfa um helgar. Móttökustöðin er opin fjóra tíma í senn, laugardaga og sunnudaga. Við höfum hug á að ráð fleiri en einn til að Skipta starfinu upp. Vel kemur til greina að taka eina helgi í mánuði eða einhverja helgardaga eftir samkomulagi.
Við óskum eftir röskum, geðgóðum og skipulögðum einstakling til starfa. Starfið hentar fólki á öllum aldri, æskilegt að vera þó orðin 20 ára.
Nánari upplýsingar veitir Sveitarstjóri í netfanginu sveitarstjori@kjos.is og í síma 566-7100 á opnunartíma skrifstofu. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.