Starf umsjónaraðila með vinnuskólanum í Kjósinni
Starf umsjónaraðila með vinnuskólanum í Kjósinni.
Kjósarhreppur auglýsir eftir einstaklingi, 25 ára eða eldri, til að hafa verkstjórn með unglingavinnu hreppsins í sumar ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.
Starfið fellst í m.a. að skipuleggja verkefnin, annast verkstjórn, kennslu og vinnuuppeldi ásamt því að vinna með hópnum.
Umsækjandi þarf að hafa nokkra reynslu af útivinnu og vera vel skipulagður. Reynsla af kennslu og leiðbeiningum með ungu fólki er góður kostur, lipurð í samskiptum og samstarfi.
Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 er gerð krafa um heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Ráðningartíminn er frá 1. júní til 31. júlí 2023.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2023.
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gísladóttir í síma 566-7100. Umsókn skal skila rafrænt hér fyrir neðan ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað.