Stafræn sveitarfélög
24.05.2022
Deila frétt:
Stafræn þróun er stórt verkefni sveitarfélaganna á næstu árum og er vefurinn https://stafraen.sveitarfelog.is/ til að styðja sveitarfélögin á þeirri vegferð. Á vefnum er hægt að fræðast um ýmislegt tengt stafrænni þróun, lesa um stafrænar lausnir og nálgast efni sem flýtir fyrir vinnslu stafrænna verkefna.
Hægt er að fylgjast með á Facebook þegar nýtt efni kemur inn á síðuna eða fá sent fréttabréf mánaðarlega með nýjustu upplýsingum um stafræn málefni sveitarfélagana.
Málþing um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu verður haldið þann 1. júní kl. 9:00-12:00 á Teams. Áhersla verður lögð á verkefnin, stöðuna og lagaumhverfið.
Dagskrá og skráning.