Fara í efni

Staðan á hitaveitunni í september lok

Deila frétt:

 

Lagning hitaveitunnar geysist áfram.

Búið er að dreifa rörum niður að gatnamótum Hvalfjarðarvegar við Fell og verið að dreifa neðan Hvalfjarðarvegar að Harðbala og Holti. 

Stofnlögn komin í jörð við Blönduholt.

 

Frístundasvæðin í kringum Meðalfellsvatn klárast eitt af öðru.

Eyjafelli lokið. Árbraut og Ósbraut í lokafrágangi. Vinna hafin við Flekkudalsveg, Eyjatún og Eyjavík (austurhlutann).

 

Hér má finna uppfærða stöðu á verkinu, frá 28. september sl.

 

og hér má sjá myndband: http://www.kjos.is/pages/video_temp/

af því þegar hitaveitu- og ljósleiðararör eru plægð í góðan jarðveg.

 

Þrjú tilboð bárust í byggingu aðstöðu- og dæluhús, auk borholuhúsa.

Lægsta tilboðið átti H-verk ehf, 17% yfir kostnaðaráætlun og var gengið frá samningi við það fyrirtæki í vikunni.

Næst lægsta tilboðið átti Möndull ehf - verkfræðistofa, 39 % yfir kostnaðaráætlun.

Hæsta tilboðið átti Nýbyggð ehf eða 118% yfir kostnaðaráætlun.

 

Búið er að taka grunna upp við Möðruvelli, á aðal athafnasvæði hitaveitunnar og byrjað að slá upp sökklum. Byggingarstjóri Kjósarveitna er Þeba Björt Karlsdóttir, rafvirkja- og símsmíðameistari.

  

Kjósin hefur skartað sínu fegursta þetta haustið og verktakar haft á orði að það séu forréttindi að vinna á svona fallegum stað.

 

Gæfan hefur fylgt hitaveituverkefninu.

Hvorki alvarleg slys á fólki

né tjón á tækjum.

Lagnaleiðir eru misjafnar,

en alltaf fundin lausn.

Sökklum undir stöðvarhúsið slegið upp í haustblíðunni.

Pétur Heide Pétursson, hjá Arion banka,

kom í vettvangsferð í vikunni og var alsæll með stöðu verkefnisins.