Fara í efni

Staðan á hitaveitulögninni

Deila frétt:

 

  Lagning hitaveitu- og ídráttarröra fyrir ljósleiðara gengur vel í Kjósinni.

 

Gröfutækni-verktakar eru komnir með frágengna stofnlögn niður að Hjarðarholti. Þar skiptist stofnlögnin í tvennt.

Annar leggurinn fer inn í Eilífsdal og mun síðan halda áfram á næsta ári alla leið niður að Kiðafelli.

Hinn leggurinn heldur áfram niður að Felli, Lækjarbraut, Miðbúð, Bolaklettum o.s.frv. við Hvalfjörð, sá leggur verður kláraður á þessu ári. Búið að er dreifa rörum niður að Blönduholti.

 

MIJ-verktakar eru búnir með þann hluta af sumarhúsasvæðinu inn í Valshamri (Eilífsdal), sem verður lagt í á þessu ári. Nú eru þeir að vinna í Eyjafellinu og farnir að undirbúa komu sína í Árbraut og Ósbraut.

 

Hér má sjá stöðuna á verkinu 6. september sl.  (Fjólubláa línan sýnir það sem búið er. Gula lína sýnir hvar verktakar eru staddir þessa dagana).

 

Nánar um verkstöðu á hverjum tíma og verkáætlanir verður hægt að finna undir flipanum KJÓSARVEITUR EHF ->  Verkstaða- og áætlun

 

Gröfutækni ehf sér um heimæðar að bæjum, íbúðarhúsum og stöku frístundarhúsum.
Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Magnús Ingberg Jónsson ehf - MIJ ehf, sér um lagnir í sumarhúsahverfunum.

Verkáætlun þeirra fyrir 2016 er HÉR

 

Að gefnu tilefni er mikilvægt að þeir sem ætla að fá tengingu hafi samband við Kjósarveitur ÁÐUR en lagningu er lokið á þeirra svæði.

Umsóknareyðublaðið er að finna HÉR.

  Eyðublaðið er hægt að fylla út og senda til baka í tölvupósti á kjosarveitur@kjos.is

 

Nokkuð hefur borið á því að fólk vilji breyta fyrri ákvörðun,  vilji vera með þegar verktakarnir er nánast búnir í þeirra hverfi eða jafnvel farnir af svæðinu. Það fylgir heilmikið umstang hjá verktökum að færa sig milli svæða, ekki eins einfalt og sumir halda "að snara fram einni heimæð" eftirá.

Því miður, í flestum tilvikum, þá verður viðkomandi að bíða þar til heildarverkinu er lokið, þar sem verktakar hafa skuldbundið sig til að standa við sínar verkáætlanir.

 

Gert er ráð fyrir að skoða framhaldið eftir umsamin verklok í nóv 2017.

Það er því um að gera að láta vita af sér sem fyrst, til að missa ekki af lestinni og hagstæðustu verðunum.

 

Með hlýjum kveðjum og von um áframhaldandi góða samvinnu

 

Kjósarveitur - kjosarveitur@kjos.is - s: 566-7100

Sigríður Klara, framkvæmdastjóri - sigridur@kjos.is -  GSM: 841-0013

Kjartan, rekstrarstjóri - kjartan@kjos.is - GSM: 853-2112