Skipulagslýsing - Aðal- og deiliskipulag Hvamms og Hvammsvíkur
Kjósarhreppur auglýsir verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í samræmi við 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Kjósarhreppur auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Kjósarhreppi samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 í landi Hvamms og Hvammsvíkur í Hvalfirði þar sem gert er ráð fyrir að stækka skilgreint svæði undir frístundabyggð, F21.
Breytingarsvæðið er í dag að mestu skilgreint sem landbúnaðarsvæði og efnistökusvæði í Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, en sem hverfisverndarsvæði og landnemaspildur í gilandi deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.
Markmið fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi er að auka framboð lóða fyrir frístundahús innan jarðarinnar til viðbótar við þau sem hafa þegar verið skilgreind og er það gert til að svara mikilli eftirspurn eftir lóðum á þessu svæði sem er í nálægð við Höfuðborgarsvæðið og einnig til að styrkja betur þá þjónustu sem er í uppbyggingu innan jarðarinnar. Miðað er við að koma fyrir allt að 25 lóðum á nýju svæði.
Deiliskipulagsbreyting verður unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni og gert er ráð fyrir að báðar tillögur verði auglýstar samtímis.
Í verkefnislýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitastjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Verkefnislýsingin liggur frammi í anddyri hreppsskrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 12. maí 2022 til og með 27. maí 2022 og er jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps www.kjos.is undir.
Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa. Athugasemdir eða ábendingar vegna verkefnislýsingarinnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 27. maí 2022.
Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is
Kjósarhreppi 12. maí 2022
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.