Samningur um vetrarþjónustu samþykktur
Með auglýsingu, dags. 11. september 2024 bauð Kjósarhreppur út framkvæmd verkefnisins „Vetrarþjónusta í Kjósarhreppi 2024-2027“. Á fundi sínum 27. nóvember samþykkti sveitarstjórn að taka tilboði frá ÓV jarðvegi ehf . Samningurinn gerir ráð fyrir mun meiri vetrarþjónustu en áður hefur verið og er það í takt við þær samfélagsbreytingar sem eru að verða í Kjósinni með aukinni búsetu í sveitarfélaginu. Nýlega samþykkti sveitarstjórn uppfærðar viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir.
Til að vel takist til og þjónustan verði eins og best veður á kosið eru íbúar sem hafa ábendingar varðandi snjómoksturinn hvattir til að hafa samband við sveitarstjóra í netfangið sveitarstjori@kjos.is
Á næstu vikum verður innleidd tækninýjung sem felur í sér að íbúar geta fylgst með á kortasjá Kjósarhrepps hvar er búið að moka og hvar moksturstækið er staðsett á hverjum tíma.
Nánar má lesa um vetrarþjónust hér.