Samantekt yfir verkefni á vegum Kjósarhrepps og stofnana hreppsins kjörtímabilið 2018-2022.
Samantekt yfir verkefni á vegum Kjósarhrepps og stofnana hreppsins kjörtímabilið 2018-2022.
Samantekt þessi er á ábyrgð oddvita vs sveitarstjóra Kjósarhrepps.
- Þetta er heilmikið lesefni svo bent er á að gott er að lesa í fyrstu undir þeim fyrirsögnum sem ykkur þykja áhugaverðar -
Stuttur inngangur
Eins og áður fundaði hreppsnefnd að jafnaði einu sinni í mánuði. Allmargir aukafundir voru haldnir á kjörtímabilinu og verða þeir 76 á kjörtímabilinu
Í árslok 2020 flutti Sigríður Klara úr hreppnum og sagði sig úr hreppsnefnd. Henni eru þökkuð góð störf fyrir sveitarfélagið.
Almennt var samstarf hreppsnefndar ágætt á yfirstandandi kjörtímabili. Mörgum verkefnum var komið í framkvæmd og lagði oddviti áherslu á að samstaða væri um sem flest mál. Það tókst yfirleitt og ber að þakka fyrir það. Oddviti þakkar fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu.
Hér á eftir mun verða farið lauslega yfir afkomu sveitarsjóðs á kjörtímabilinu sem stendur ákaflega sterk nú þegar því er að ljúka. Fjallað verður um verkefni skrifstofunnar sem ýtti af stað mörgum breytingum til hagsbóta fyrir rekstur hreppsins og íbúana. Einnig verður gerð grein fyrir helstu verkefnum sem unnin hafa verið með samþykkt hreppsnefndar. Þá verður gerð grein fyrir störfum fastanefnda sem hafa verið mjög virkar á tímabilinu og lagt fram margt til úrlausnar til hreppsnefndar. Einnig verður gerð nokkur grein fyrir störfum dótturfélaganna, Kjósarveitna og Leiðarljóss.
Rekstrarafkoma sveitarsjóðs á kjörtímabilinu
Á kjörtímabilinu sem er nú að ljúka hefur rekstur sveitarfálagsins gengið mjög vel þrátt fyrir áhrif kórónuveirufaraldursins síðastliðin tvö ár. Vegna faraldursins samþykkti hreppsnefnd að lækka álagningu fasteignagjalda um 12,5% árið 2020 og hefur hún ekki verið hækkuð á ný.
Rekstrarafgangur hefur verið góður fyrir utan árið 2021, í kringum 40 milljónir. Þannig styrktist lausafjárstaðan, sem segir mikið um útgjaldasvigrúm umfram hagnað ársins, hækkunin var frá 1,4 milljónum í upphafi kjörtímabilsins upp í 90 milljónir í árslok 2020. Árið 2021 var rekstrarhalli sem byggðist annars vegar á lækkun tekna frá fyrra ári svo sem útsvari og jöfnunarsjóðsframlagi, sem var lækkað vegna hárra útsvarstekna 2020. Þá var lokið við sölu á lóðum í Norðurnesi árið 2020, sem hafði skilað miklum tekjum árin á undan svo engar tekjur komu af lóðasölu 2021. Einnig var farið í framkvæmdir bæði í Norðurnesi og í tengslum við Flóðatanga, verkefni sem sköpuðu góða sátt við húseigendur. En mestu munar um að samþykkt var að setja verulega fjármuni, sem urðu tæpar 14 milljónir, í að gera vel heppnaðar tilraunaboranir eftir heitu vatni við innanverðan Hvalfjörð og í Brynjudal með framtíðaröryggi hitaveitunnar í huga. Kostnaðurinn var færður til gjalda hjá sveitarsjóði en mun væntanlega verða færður sem hlutafé til Kjósarveitna ef og þegar farið verður að virkja þarna.
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð -1,3 milljónir. Þá hækkaði fjármagnskostnaður um 6,2 milljónir vegna lántöku á Ásgarðslandi. Þrátt fyrir 7,2 m.kr. halla er lausafjárstaða 107 milljónir eða nær 80 til 90 milljónum ef fjármögnun vegna Ásgarðslandsins er tekin út fyrir sviga. – Þannig er fjárhagsstaða Kjósarhrepps og svigrúm til útgjalda mjög öflug í árslok 2021, yfir 80 milljónum betri en í upphafi kjörtímabilsins.
Endurskoðunarkostnaður
Kostnaður við störf endurskoðunarskrifstofu hefur þróast þannig:
2018 alls 5,5 m.kr ( að mestu vegna ársins 2017)
2019 alls 5,0 m.kr.
2020 alls 5,8m.kr.
2021 alls 5,1 m.kr.
2022 samtals 4,4 m.kr. vegna ársins 2021.
Endurskoðunarkostnaður hefur lækkað verulega ef tekið er tillit til almennra launabreytinga síðastliðin ár enda eru gæði bókhaldsins í besta lagi.
Launakostnaður Kjósarhrepps
Skrifstofa Kjósarhrepps var styrkt verulega á kjörtímabilinu. Bæði með yfirtöku bókhaldsins og styrkingu allar þjónustu. Einnig var skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa styrkt verulega frá árinu 2020. Vissulega hækkaði launakostnaður skrifstofunnar. Það gerðist mest árin 2018 til 2020.
Launakostnaður Kjósarhrepps hækkaði um 15% milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hækkaði launavísitala starfsmanna sveitarfélaga um 19%. Þannig lækkuðu laun í reynd frá fyrra ári.
Skipulag á skrifstofunni
Oddviti var ráðinn í um um 35% starf á skrifstofunni sem sveitarstjóri, sem samsvaraði um 50% starfshlutfalli að meðtöldum launum oddvita. Fyrri sveitarstjóri var í rúmlega fullu starfi, enda gat hann ekki tekið orlof vegna anna, en samtímis var almenn bókhaldsþjónusta unnin af endurskoðunarskrifstofu hreppsins fyrir sveitarsjóð, Kjósarveitur og Leiðarljós. Þetta þótti ekki gott fyrirkomulag. Fljótlega tók framkvæmdastjóri Kjósarveitna að sér gjaldkerastarf fyrir sveitarsjóð og dótturfyrirtækin. Í ársbyrjun 2019 var ákveðið að ráða starfsmann í fullt starf til að annast bókhaldið fyrir sveitarfélagið og dótturfélögin. Regína Hansen Guðbjörnsdóttir var ráðin í starfið og tók hún að sér allt bókhald og ýmis mikilvæg verkefni sem ekki hafði unnist tími til að sinna því starfsmann vantaði til verksins. Nánar verður vikið að því hér á eftir. Nú er Helena Ósk Óskarsdóttir í hlutastarfi við gjaldkerastarf.
Meira um endurskipulagningu á skrifstofunni
Oddviti setti strax af stað endurskipulagningu á skjalamálum hreppsins og innleitt var skjalastjórnunarkerfið ONE Systems sem mörg sveitarfélög nota og hentaði hreppnum mjög vel. Öll skjöl sem mikilvægt er að hafa góðan aðgang að fyrir alla viðskiptamenn eru mun aðgengilegri en áður. Í framhaldi var ákveðið að kaupa áskrift að nýju bókhaldskerfi sem mörg önnur sveitarfélög notuðu. Það kerfi einfaldaði bókhaldið og samtengingu bókhalds og álagningu fasteignagjalda og var það síðar aðlagað að álagningarkerfi veitnanna og bókhalds þess. Fljótlega eftir ráðningu Regínu fór hún í það verkefni að koma upp nýrri heimasíðu Einnig var hleypt af stokkunum geysilega fullkomnu opnu umsóknarkerfi fyrir íbúa og húseigendur ásamt umsóknarkerfi fyrir Kjósarveitur og Leiðarljós. Þessi kerfi hafa stórbætt og einfaldað íbúum og fasteignaeigendum allar þjónustubeiðnir og flýtt fyrir afgreiðslu þeirra.
Regína ber mikla ábyrgð á allri þessari þróun á skrifstofunni. Einnig annast hún öflugt utanumhald heimasíðunnar.
Skrifstofan skipulagði nokkur mikilvæg verkefni sem ekki hafði áður unnist tími til að vinna helst má nefna:
- Persónuverndarstefna.
- Ritstjórnarstefna
- Viðbragðsáætlun í faraldri.
- Upplýsingaöryggisstefna.
- Skipun aðgengisfulltrúa.
Landakaup og þróun skipulags íbúðabyggðar
Á síðastar ári keypti Kjósarhreppur um 76 hektara landssvæði í vesturhluta Valdastaðalands að landamerkjum Háls. Kaupverðið var 72 milljónir króna. Landinu hefur verið gefið nafnið Ásgarðsland. Markmiðið með kaupunum var að skipuleggja íbúðabyggð til að skapa mótvægi við mikla uppbyggingu frístundabyggðar í Kjósarhreppi en margir hafa kosið að taka fasta búsetu í húsunum þar sem tilfinnanlegur skortur er á lóðum fyrir íbúðarhús.
Efnt var til samkeppni milli þriggja arkitektastofa um skipulag landsins. Arkitektastofan A2F var hlutskörpust og vakti þar mesta hrifningu að lækjarfarvegum er gefið gott rými og eru þeir látnir skipta byggingareitum upp sem skapa allmörg opin svæði milli byggðakjarnanna. Lóðirnar eru stórar miðað við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu milli 1000 og 2000 m2 og sumar enn stærri. Með uppskiptingu landsins í opin svæði milli lóðaklasanna og innan hvers klasa er meðalrými fyrir hverja lóð með opnum svæðum á fjórða þúsund fermetrar. Með þessu er stefnt að mjög opnu og umhverfisvænu skipulagi. Mikil áhersla er lögð á umhverfisvænar frárennslislausnir til að varðveita vatnasvæði Laxár og Bugðu.
Stefnt er að því byggja svæðið upp í vel skipulögðum varfærnum skrefum þar sem fyrst verður byggður upp vestari hlutinn í áföngum og austari hlutinn gæti beðið uppbyggingar í allmörg ár. Byggingarsvæðið er skráð sem þéttbýli en svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins hefur staðfest tillögurnar og þar er tekið fram að hér sé ekki eiginlegt þéttbýli vegna þess hve rúmt er um lóðirnar. Þar var einnig lögð áhersla á að skipulagið muni styrkja áframhaldandi rekstur Klébergsskóla.
Fastanefndir Kjósarhrepps
Fastanefndir Kjósarhrepps voru fimm á kjörtímabilinu. Nefndirnar eru mjög mikilvægur þáttur í að halda utan um málaflokka á sínu sviði. Þær gera tillögur til hreppsnefndar um margvísleg mál sem þær vilja að fái framgöngu. Á heimasíðunni er samantekt um skipun nefndanna. Hér á eftir eru samantektir frá öllum nefndunum sem voru unnarað beiðni oddvita.
Félags-, æskulýðs-, og jafnréttisnefnd 2018-2022
- Endurnýjaður samningur við Mosfellsbæ varðandi félagsþjónustu/barnavernd og málefni fatlaðs fólks. Kjósarhreppur sinnir heimaþjónustu/stoðþjónustu.
- Jafnréttisáætlun gerð fyrir sveitarfélagið.
- Lagði til að stofnaður yrði Samfélagsstyrkur.
- Allar reglur og umsóknir endurgerðar.
- Akstur í félagsmiðstöðina Flógyn á Kjalarnesi í stað styrks.
- Niðurgreiðslur til dagforeldra.
- Hækkun styrkja; frístundastyrks, ferðastyrks, heimagreiðslna.
Samgöngu- og fjarskiptanefnd 2018-2022
- Vann umferðaöryggisáætlun fyrir sveitarfélagið og hefur fylgt henni eftir.
1.1 Vindmæli innan við Tíðarskarðið.
1.2 Útskot og áningarstaðir lagaðir og merktir 200m frá.
1.3 Slitmottur og stólpar í gólfi lagaðir í Laxárbrú. Betri merkingar.
1.4 Útskot við upplýsingaskilti við gatnamót.
1.5 Snjómokstur eftirlit/eftirfylgni með fundum með Vegagerðinni á haustin og þegar þörf var á. - Bundið slitlag á Meðalfellsveginn að Kjósarskarðsvegi.
- Uppsetning fjárgirðinga meðfram Hvalfjarðarvegi fyrir utan öryggissvæði vegarins. Verk hefst vor 2022
- Styrkur til snjómoksturs í frístundabyggðum.
- Bundið slitlag á stúta við heimreiðar.
Viðburða- og menningarmálanefnd
Viðburða- og menningarmálanefnd hélt 39 fundi á kjörtímabilinu. Nefndin hafði ýmis föst verkefni með höndum sem Covid hafði mikil áhrif á. Þessi verkefni eru:
- Skipulagning á sveitahátíðinni Kátt í Kjós, haldin í júlí ár hvert. Henni var aflýst 2020 og 2021.
- Skipulagning á fjölskylduskemmtun á 17. júní. Henni var aflýst 2020. Skipulagning á aðventumarkaði í byrjun desember. Árin 2020 og 2021 var markaðurinn með öðru sniðið vegna Covid og buðu söluaðilar fólki að versla beint frá bónda.
- Skipulagning á skötuveislu á Þorláksmessu. Henni var aflýst 2020 og 2021.
- Skipulagning á barnaskemmtun á þrettándanum. Aflýst 2021 og 2022. Skipulagning á opnunartímum á bókasafni þar sem umsjónarmaður annaðist skráningu á bókum. Þetta var fellt niður 2020 vegna lítillar aðsóknar.
- Viðburði á bókasafnskvöldum þar sem höfundar lesa úr bókum sínum í Ásgarði í desember. Fellt niður 2020 og 2021 vegna Covid.
- Endurnýjuð voru veðruð og illa farin skilti við Hvítanes, Hvalfjarðareyri og Meðalfellsvatn. Ný skilti voru sett upp á öðrum stöðum. Nefndin annaðist textagerð og myndaval.
- Nefndin átti fulltrúa í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands um skipulagningu á kynningu ferðaleiðar um Hvalfjörð.
Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd kjörtímabilið 2018-2022.
Jón Eiríkur Guðmundsson hafði ákveðið að ljúka stöfum sínum í byrjun kjörtímabilsins. Hann samdi um að vera áfram þar til nýr skipulags- og byggingarfulltrúi hafði verið ráðinn. Jóni Eiríki eru þökkuð góð störf fyrir Kjósarhrepp. Sigurður H. Ólafsson var ráðinn í starfið um mitt ár 2019.
Skipulags- og byggingarnefnd hélt alls 44 fundi á kjörtímabilinu.
Verkefni nefndarinnar hafa stórvaxið árlega allt kjörtímabilið. Eftirfarandi samantekt sýnir það vel:
2018 |
2019 |
2020 |
2021 |
2022(4 mán) |
|
Skipulagsmál |
6 |
24 |
48 |
54 |
25 |
Byggingarmál |
12 |
35 |
47 |
46 |
11 |
Önnur mál |
10 |
13 |
12 |
24 |
3 |
Samtals mál: |
28 |
72 |
107 |
124 |
39 |
Þannig var óhjákvæmilegt að auka starfshlutfall skipulags- og byggingarfulltrúa. Þá var ráðinn aðstoðarmaður, Helena Ósk, í hlutastarf fyrir deildina. Þetta hefur vissulega aukið launakostnað deildarinnar og skrifstofunnar í heild en á sama tíma tryggt að mögulegt er að sinna stóraukum verkefnum af mikilli fagmennsku.
Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd Kjósarhrepps kjörtímabilið 2018 – 2022
- Gert var nýtt útboð í sorphirðu hreppsins. Nefndin fundaði með Gámaþjónustunni og Íslenska Gámafélaginu þar sem þau kynntu þjónustu sína og hugmyndir um hvernig hún gæti nýst íbúum Kjósarhrepps sem best. Einnig heimsótti nefndin Hvalfjarðarsveit og Bláskógbyggð til að kynna sér stöðu umhverfis- og sorpmála hjá þeim. Ákveðið var að skipta áfram við Gámaþjónustuna, nú Terru.
- Í samstarfi við viðburða- og menningarnefnd voru upplýsingarskilti við áningarstaði og merkingar við mikilvæga staði í hreppnum og við lögbýli skoðuð og vinna hafin við úrbætur á þeim undir stjórn Guðnýjar Ívarsdóttur.
- Oddviti og formaður nefndarinnar hittu landeigendur sem eiga hagsmuna að gæta við Búðasand og sátt varð um að svæðið færi undir hverfisvernd með takmarkaðri efnistöku landeigenda í flæðarmáli vestan megin á svæðinu sem yrði tilkynningaskylt til byggingarfulltrúa.
- Nefndin samdi umhverfisstefnu fyrir hreppinn og tengdi hana Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
- Nefndin lagði til að endurbætur á endurvinnsluplani. Settar voru upp nýjar merkingar við sorpgámana og öryggi bætt. Ráðinn var tilsjónarmaður á planið sem vann að ýmsum verkefnum sem við komu endurvinnslu og sorpmálum hreppsins. Sett var upp eftirlitsmyndavél á planinu. Tekin var upp gjaldskylda á endurvinnsluplani fyrir tiltekin úrgangsefni frá heimilum og fyrirtækjum. Þriðju flokkunartunnunni var bætt við hvert lögbýli undir plast. Komið var upp grenndar- og flokkunarstöðvum við sumarhúsasvæði í Eilífsdal, Norðurnesi og við Hálsendann í samstarfi við Terru.
- Formaður nefndarinnar sat ásamt Þórarni Jónssyni samráðsvettvang Sambands íslenskra sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál. Kynnti formaðurinn þá vinnu fyrir hreppsnefnd.
- Formaður nefndarinnar sat einnig í samstarfsnefnd Markaðsstofu Vesturlands, Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um gerð ferðaleiðar um Akranes og Hvalfjörð.
- Umhverfisnefnd skipaði Lárus Vilhjálmsson sem fulltrúa Kjósarhrepps í starfshóp, á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem vann að samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður starfshópsins var sú að taka upp 3-4 tunnu flokkun á pappír/pappa, plasti, lífrænum úrgangi og heimilissorpi. Hægt verður að halda 3 tunnu kerfi eins og er í hreppnum með tvískiptri tunnu fyrir heimilissorp og lífrænan úrgang.
- Nefndin hefur lagt til að gerður verði greinargóður bæklingur um flokkun sorps í sveitarfélaginu og dreift á hvert heimili og í sumarbústaði og er undirbúningur hafin við gerð hans. Einnig hefur nefndin lagt til að bjóða íbúum moltutunnu til kaupa um leið og kynningar á samræmdri flokkun á höfuðborgarsvæðinu hefjast.
- Nefndin ásamt viðburða- og menningarnefnd var sammála um að skoða vel að fara i samstarf við Vesturlandsstofu í ferðamálum. Þar sem ekki var séð á vefsíðu Höfuðborgarstofu, sem á að kynna áhugaverða staði fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu, að Kjósin hafi verið hluti af því. Eins hafði ekki verið gerð áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið sem er nauðsynlegt fyrir umsóknir um stuðning úr framkvæmdasjóði ferðamála. Nú er Kjósarhreppur hluti af Vesturlandsstofu.
Samfélagsstyrkir
Í upphafi kjörtímabilsins samþykkti hreppsnefnd tillögu Regínu um að stofna sérstakan samfélagssjóð.
Veitt er árlegt framlag til sjóðsins og hafa verið veittir allmargir áhugaverðir styrkir.
Heilbrigðiseftirlitið
Um síðustu áramót var Heilbrigðireftirlit Kjósarsvæðis lagt niður og Mosfellsbær og Seltjarnarnes fluttust til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar.
Á sama tíma fluttist Kjósarhreppur til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Kjósarveitur - hitaveitan
Kjósarveitur ehf. voru stofnaðar af miklum stórhug í ársbyrjun 2015. Stjórn og framkvæmdastjórn fyrirtækisins voru mjög samstillt og öflug allan uppbyggingartímann sem var ótrúlega stuttur. Heildarfjárfesting í fyrirtækinu fram til ársins 2018 var nærri 1,3 milljarðar. Framkvæmdin var fjármögnuð með stofngjöldum fasteignaeigenda, styrk frá orkusjóði fyrir þær fasteignir sem hættu að fá niðurgreitt rafmagn og með lántökum. Þegar upp var staðið voru tekin lán hjá lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 450 miljónir. Lausafjárstaðan hefur verið jákvæð frá upphafi. Í árslok 2021 hafa lánin verið niðurgreidd um 100 miljónir. Árið 2021 var hagnaður á rekstri í fyrsta sinn sem verður að teljast mjög gott. Frá upphafi hafa verið lagðar 461 lagnir í hús, langflestar árin 2017 og 2018. Þar af bættust 19 nýir notendur 2021 og stefnir í að enn fleiri bætist við á þessu ári. Enn hafa 43 húseigendur ekki farið að kaupa vatn en það gengur vel á fjöldann. Framundan á yfirstandandi ári eru framkvæmdir í tveimur nýjum orlofshúsahverfum.
Framtíðin er mjög björt. Vatnsöflun hefur staðist allar spár og nú hefur Kjósarhreppur hafið tilraunaboranir við innanverðan Hvalfjörð og í Brynjudal, sem lofa góðu, með það í huga að tryggja vel framtíðarvatnsöflun.
Leiðarljós
Ljósleiðarakerfið var tekið í notkun í júní 2019. Kerfið hefur stórbætt búsetuskilyrði í Kjósinni. Enn er unnið að því að bæta farsímasambandið á afmörkuðum svæðum í Kjósinni.
Þegar kerfið var tekið í notkun var búið að leggja rör að yfir 400 húsum, íbúðarhúsum, frístundahúsum og atvinnuhúsum. Ákveðið var á sínum tíma að leggja rör fyrir ljósleiðara samhliða lagningu hitaveitunnar. Nú eru komnar lagnir að 461 húsi. að öllum byggingum sem fengu hitaveiturör. Eftirspurn eftir ljósleiðara fór hratt af stað og munaði mest um íbúðarhús í Kjósinni. Afgreiddar voru 151 tengingar árið 2019. Þá bættust við 34 tengingar 2020 og 15 árið 2021. Þannig er ekki búið að tengja nema 43% þeirra bygginga sem hafa kost á því. Hreppurinn hefur lagt um 120 milljónir í kerfið umfram styrki frá Ísland ljóstengt sem var fyrir íbúðarhúsin. Allstór hluti fjárfestingarinnar er vegna frístundahúsanna sem virðist ætla að skila sér að mjög litlu leyti á komandi árum.
Orlofshúsabyggðin Í Kjósarhreppi
Eigendur frístundahúsa í Kjósarhreppi greiða fasteignaskatt til hreppsins eins og aðrir eigendur fasteigna. Kjósarhreppur sinnir frístundabyggðinni mjög vel.
Sorphirða í hreppnum er mjög dýr og hæsti kostnaðurinn er vegna reksturs gámaplansins þar sem mikill meirihluti viðskiptavina eru orlofshúsanotendur. Hreinlætismálin kosta um 15 milljónir á hverju ári. Nú er einnig búið að setja upp grenndarstöðvar fyrir sorp í nágrenni stærstu orlofshúsabyggðanna sem er aukin þjónusta við orlofshúsin.
Kostnaður við rekstur skipulagsmálanna í hreppnum hefur stóraukist síðustu árin. Yfirgnæfandi fjöldi notenda þjónustunnar eru eigendur orlofshúsalóða og orlofshúsa. Árlegur nettókostnaður er nú um 15 milljónir.
Kjósarhreppur hefur þegar kostað hátt í 100 milljónum við uppbyggingu ljósleiðarakerfis í orlofshúsabyggðunum. Sáralítill fjöldi kýs að tengjast netinu svo hreppurinn mun greiða milljónir í afskriftir af kerfi sem skilar litlum sem engum tekjum.
Þá samþykkti hreppsnefnd að greiða styrk til snjómoksturs í skipulögðum frístundahverfum. Kom þetta fyrirkomulag til framkvæmda síðastliðinn vetur.
Undirritaður er mjög sáttur við að vel skuli stutt við eigendur frístundahúsa.