Rotþróarhreinsun sumarið 2023
19.06.2023
Deila frétt:
Rotþróarhreinsun hefst í viku 26, þ.e. eftir 26. júní. Sumarið 2023 verður svæði 1 hreinsað, sjá meðfylgjandi mynd.
Þar sem eru læst hlið eða rotþróin óaðgengileg geta eigendur átt von að að þurfa greiða fyrir aukaferð.
- Hreinsun rotþróa fer fram á þriggja ára fresti á tímabilinu júní til október og rukkast árlega með fasteignagjöldum.
- Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði og er auglýst hvaða svæði eru tekin fyrir hverju sinni inná heimasíðu sveitarfélagsins. Sumarið 2023 verður svæði nr. 1 hreinsað. Sjá "Svæðaskipting hreinsunarsvæða".
- Beiðni um aukalosanir skulu berast til Hreinsitækni með tölvupósti postur@hreinsitaekni.is
- Þjónustuaðili tæmingar - Hreinsitækni
- Við bendu fasteignaeigendum á að fara inná Kortasjá á kjos.is og velja þar heimilisfang og haka við veitur til að sjá nánar um losun rotþróa.