Fara í efni

Reynivallakirkja - Pílagrímaganga 15. júlí og Hesta- og útivistarmessa 1. ágúst

Deila frétt:
Reynivallakirkja
Reynivallakirkja

Reynivallakirkja - Pílagrímaganga

Lagt verður af stað í pílagrímagöngu frá Reynivallakirkju þann 15. júlí kl.9. Gengið að Stíflisdal og þaðan að Þingvallakirkju þann 16. júlí. Laugardaginn 17. júlí er gengið frá Þingvallakirkju að neðra Apavatni og þann 18. júlí þaðan að Skálholtsdómkirkju. Pílagrímagöngur eru íhugunargöngur þar sem næring líkama og sálar fara saman. Hægt er að ganga hluta leiðar.
Nánari upplýsingar og skráning hér: Pílagrímaganga - Pílagrímaganga

Hesta- og útivistarmessa

Hin árlega hesta- og útivistarmessa verður í Reynivallakirkju þann 1. ágúst kl.14.
Kaffi á pallinum við prestssetrið á eftir messu. Nánar auglýst síðar. 
Verið hjartanlega velkomin,

Sóknarprestur sr. Arna Grétarsdóttir og sóknarnefnd

Aðalfundur Reynivallasóknar var haldinn 28. júní og kosið var í sóknarnefnd.

Sóknarnefnd skipa

Hulda Þorsteinsdóttir, formaður
Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, gjaldkeri
Sigrún Finnsdóttir, ritari

Varamenn

Finnur Pétursson
Unnur Sigfúsdóttir
Sigurþór Ingi Sigurðsson

Skoðunarmenn reikninga

Hreiðar Grímsson og Guðmundur Davíðsson