Fara í efni

Reynivallakirkja fær andlitslyftingu

Deila frétt:

 

   Verið er að taka í gegn og mála Reynivallakirkju þessa dagana, á milli skúra.

Ragnar Gunnarsson, málari á Bollastöðum sér um verkið eins og síðustu árin. 

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta talsverð vinna og ekki fyrir lofthrædda.

 

  Reynivallakirkja mun fagna 160 ára vígsluafmæli á næsta ári.

Árið 1857 var torfkirkja á Reynivöllum, sem hafði verið byggð árið 1780, farin að láta verulega á sjá. Þáverandi sóknarprestur, séra Gísli Jóhannesson, var byrjaður að viða að sér efni í nýja timburkirkju sem þótti framtíðin. Einar Jónsson frá Brúarhrauni, snikkari í Reykjavík, var ráðinn yfirsmiður hinnar nýju Reynivallakirkju. Einar vann að byggingunni í 65 daga árið 1859 auk þess að smíða hurð og glugga kirkjunnar í Reykjavík. Með honum unnu að smíðinni Sigurður Sigurðsson, lærlingur hans og Jón Jónsson snikkari í Reykjavík. Auk þess vann Sigurður Ólafsson, smiður á Reynivöllum, að byggingu kirkjunnar í ársbyrjun 1860. Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ingunnarstöðum, kom að smíðinni síðsumars 1861 og einnig Jóhannes Jónsson, snikkari í Reykjavík, sem lagið yfirþak á kirkjuna. Kostnaður við smíðina var 1.097 ríkisdalir og 42 skildingar. Ólafur Pálsson prófastur vísiteraði krikjuna 13. september 1860 og lýsti henni svo: "Kirkja þessi var í fyrra byggð að nýju og, eftir fengnu leyfi, færð miðju vegu milli kirkjugarðs og staðar. Er hún nú prýðilega vandað og snoturt timburhús".

Reynivallakirja hefur verið stækkuð tvisar síðan hún var vígð.

 

[Sr. Gunnar Kristjánsson, fyrrum sóknarprestur, tók sama í tilefni 150 ára vígslu kirkjunnar ]

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar

 

Svo er að bíða eftir uppstyttu Búið að grunna helminginn af þakinu