Reynivallakirkja 3. nóvember kl.17.
30.10.2024
Deila frétt:
Matthías harmonikuleikari og Andri Eyvinds trúbador leika fyrir gesti.Látinna ástvina minnst á allra heilagra messu þar sem kirkjugestir tendra friðar- og minningarljós.
Harmonikuleikarinn Matthías Kormáksson og organistinn Sveinn Arnar Sæmundsson ásamt Kirkjukór Reynivallaprestakalls sjá um tónlistarflutning. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.
Gengið að sálnahliði kirkjugarðs þar sem tendrað verður friðarljós. Öll börn hvött til að koma með mömmu, pabba, afa og ömmu og tendra friðarkerti.
Sóknarnefndin býður upp á súpu og pizzu í Ásgarði á eftir. Þar mun Andri Eyvinds trúbador syngja ljúfa tóna við borðhald
Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna ykkar og borðsamfélag eftir messu.
Sóknarnefnd og sóknarprestur